Search
  • Rakel Sigurdardottir

Stórt skref út fyrir þægindarammann

Mig langar svo að deila þessu með ykkur. Ég tók stórt skref út fyrir þægindarammann fyrir nokkrum mánuðum. Ég skráði mig í nám. Það heitir Andleg einkaþjálfun.

Ég hef haft áhuga á andlegri heilsu mjög lengi, líklega síðan ég áttaði mig á því hvað ég væri sjálf í miklu ójafnvægi andlega. Ég var 18 ára þegar ég byrjaði að lesa sjálfshjálpar bækur og fann loksins mína bókahillu. Ég fékk þann ,,titil,, að ég væri lesblind sem barn og í dag stór efa ég það. Ég hafði bara aldrei áhuga á því sem ég var að lesa og þess vegna gekk mér illa. Þegar ég var 18 ára og fann mína bókahillu þá bara breyttist það, ég las og las, því ég fann loksins það sem ég hafði áhuga á. Svo fór áhugi á heilsu over all að koma inn þegar ég gerði mig sjálfa veika af slæmu mataræði og var þannig í nokkur ár þangað til ég tók ábyrgð og lagaði mataræðið mitt. Þá fann ég bara hvað allt þetta helst saman og að enginn annar en við sjálf berum ábyrgð á okkur sjálfum. Ég hef vissulega misstigið mig og dottið í gamalt far en það kallast að vera mennskur. Ég sem betur fer hef aldrei gefist upp og er enþá á þessari braut þó að ég eigi mis góða daga. Þetta tekur líka allt sinn tíma. Það tók mig nokkur ár að ná bata á maganum mínum og læra inná það og í dag geri ég ekkert annað en að reyna mitt besta. Ég veit hvað fer vel í mig og hvað ekki og reyni eftir bestu getu að gera það sem lætur mig líða sem best.

Varðandi andlega heilsu þá var áhuginn alltaf mikill og las ég mjög mikið og sótti allskonar námskeið og held ég að það sem hafi hjálpað mér er að ég er forivitin að eðlisfari og fékk það mig til að sækja í allskonar námskeið. En ég tók aldrei nægilega ábyrgð til að tileinka mér allt það sem ég las. Því það er ekki nóg að lesa ef maður tileinkar sér það ekki. En þetta á vissulega við eins og með líkamlega heilsuna hjá mér, ég átti góð tímabil en einnig slæm. Það var ekki fyrr en ég skall á vegg fljótlega eftir að ég kláraði leiklistarskólann, sem reyndist mér mjög erfiður andlega og var í miklu ójafnvægi í náminu. Þá tók ég mig til og ákvað að taka ábyrgð og loksins byrja tileinka mér þetta allt sem ég hef verið að lesa í gegnum tíðina. Skráði mig á 6 mánaða námskeið hjá Ósk sem heitir Lærðu að elska þig og VÁ það gjörsamlega breytti mér á svo margan hátt. Ég vissulega lagði mig alla fram í þessu námi og fann virkilega árangurinn. Ég fór þá loksins að hlusta á mína sönnu rödd og fylgja hjartanu. Með því skráði ég mig í nám hjá Hrafnhildi að læra verða Andlegur einkaþjálfari.

Ég er ekkert smá spennt fyrir komandi tímum og virkilega spennt að læra miðla til annara. Ég mun áfram tileinka mér mína sjálfsvinnu og mun gera það út lífið þar sem þetta er ferðalag út lífið. Nákvæmlega eins og með líkamlega heilsu, það er ekki nóg að fara 10 skipti í ræktina til að vera í góðu formi út lífið eða temja sér það að borða næringaríkan mat og fá sér einu sinni gúrkubita.

Við erum öllu mennsk og því fyrr sem við sýnum hvort öðru það því auðveldara verður þetta allt. Ég er fiðrildi og á mér marga drauma og er þetta einn af þeim, að hjálpa öðrum. Svo hver veit, kannski á morgun langar mig að verða smiður, og hvað með það ?

Þetta er allt óskrifað blað og allt í lífinu mótar og þroskar okkur.

Hver bjóst við covid ? Það hefur vissulega haft mikil áhrif á okkur og mótar okkur öll á eitthvern hátt.. bara svona sem dæmi.

Njótið lífsins, farið nú að hlusta á jólalög og baka jólasmákökur. -Þangað til næst .

285 views0 comments

Recent Posts

See All

Núna