Search
  • Rakel Sigurdardottir

Ertu að gera það sem þig langar að gera eða ertu að gera það sem þú heldur að þú eigir að gera ?

Hvað langar þig virkilega að gera núna ?

Mig persónulega langar að opna páskaeggið mitt og borða það allt NÚNA. Ef ég þekki mig rétt þá mun ég gera það. En ertu vön/vanur að hlusta virkilega á þig, lækka aðeins í hávaðanum þarna úti og hlusta á hvað þú villt ? Fokk það er erfitt. Við vitum lang oftast hvað er best fyrir okkur og hvað við viljum, jú oft þurfum við að lækka fyrst í utanaðkomandi röddum og skvaldri til að virkilega heyra. Hvað myndiru gera ef þú værir laus við allt það sem kemur okkur oft í veg fyrir það að taka fyrsta skrefið í átt að því sem okkur virkilega langar til. Ef palli frændi myndi ekki tjá sína skoðun á þinni ákvörðun, ef samfélagið myndi ekki segja þér hvað er rétt og rangt, ef afi þinn myndi ekki segja að konur eiga ekki að verða rafvirkjar og síðast en ekki sýst að Brimborg myndi ekki segja okkur að það sé öruggur staður til að vera á... aldrei liðið neitt voðalega vel þar. Ef þú myndir bara vakna og allt þetta væri bara búmm farið, hvað myndiru gera ??? Það má vera hvað sem er. Á ég að segja þér hvað ég myndi gera ? Ég myndi stofna apaleikskóla á litlum sveitabæ á Írlandi. ........Ok skal útskýra aðeins. Ég elska apa. Hver elskar ekki apa, þeir eru eins og vel loðinn maður en samt barn í bleyju og með mjög scary bros. Nei ég veit ekki hvað það er við apa en þegar ég á mína daga þá google-a ég ,, funny monkey videos,, og ég er komin í gott skap aftur. Málið er bara að við vitum það djúpt innra með okkur hvað við viljum oft á tíðum en það sem kemur lang oftast í veg fyrir það eru allar þessar reglur sem við erum með í save-uðu word skjali í hausnum og trúum. Þú getur orðið allt það sem þig langar að verða og þú mátt gera nákvæmlega það sem þig langar. Þetta hefur alla tíð reynst mér erfitt og mig hefur alltaf langað að gera, vera, fara, segja annað en næsti maður en fokk það er bara alltof erfitt. Þess vegna flýtur maður bara með... Lokaðu augunum - Andaðu inn og út nokkrum sinnum - og sjáðu hvort þú vitir ekki nákvæmlega hvað þú virkilega villt, því þú veist það. Settu eyrnatappa í eyrun og leggðu af stað í þína átt, þitt ferðalag. En áður en þú leggur af stað í þitt ferðalag, lokaðu augunum og sjáðu mig fyrir þér á Írlandi að skipta um bleyju á rauðhærðum apa ( man ekki hvað þeir heita, en þeir eru my cup of tea ) Ef þú gast séð mig í þessum aðstæðum að þá getur þú séð þig verða næsti forseti Kína eða eigandi bílasölu eða hárgreiðslumeistari... if you can see it you can be it.. eða eitthvað svoleiðis ;) You do you - I do me.

126 views0 comments

Recent Posts

See All

Núna