Search
  • Rakel Sigurdardottir

Núna

Ef ég myndi spyrja þig hvernig þér liði núna þá myndi svarið líklega hljóma eitthvað í þessa áttina: ,,allt í lagi en er bara svo kvíðinn fyrir prófinu sem er á morgun,, eða ,, ekki vel þar sem ég klúðrari atvinnuviðtali í gær,,.

Hversu miklum tíma ætli við eyðum í núinu ? Því miður ekki miklum, því við erum alltaf annað hvort í fortíð eða framtíð. Fortíð getur verið fyrir 10 mínútum og framtíð eftir 10 mínútur. Það þarf ekki að vera mörg ár.

En ég skil það svo vel, það er sjúklega erfitt að púsla þessu öllu og sleppa takinu. Maður vill setja sér markmið, stefna í vissa átt og svo á sama tíma saknar maður alls þess sem var. Ég á það til að lifa í framtíðinni og vill helst að hún gerðist í gær. En þetta er æfing og því oftar sem maður leyfir sér að vera hér og nú, því meiri ró myndast innra með manni. En ef ég myndi spyrja þig aftur hvernig þér liði núna, ekki fyrir 5 mínútum eða eftir klukkutíma, heldur akkurat núna ? Vonandi myndi svarið vera annað en áðan. Því lang oftast er ókyrrðin og vanlíðan tengt fortíð eða framtíð og því meira sem við æfum okkur að vera hér og nú án þess að hugsa um fortíð eða framtíð, því meiri kyrrð og vellíðan myndast innra með okkur.


Ég var með meistaragráðu í því að skrifa mína eigin framtíð sem hryllingssögu og það mjög langa sögu. Ég las hana oft og mörgum sinnum yfir daginn, ekki skrítið að það hafi búið til vanlíðan innra með mér. Ég var líka að vinna í því að ná mér í meistaragráðu í að skrifa bók um eigin fortíð og sú saga var mjög sorgleg og döpur og alltaf þegar ég las hana fann ég þunga myndast innra með mér, því boðskapur þeirra sögu var sá að allt var svo miklu betra og auðveldara þá og svo auðvitað líka allt það klúður sem ég gerði. En fortíð og framtíð eru samt ekki alslæm. Það er bara ekki gott að dvelja þar of lengi þar sem það eina sem við höfum er þetta andartak. Við getum vissulega nýtt okkur fortíðina á gagnlegan hátt og sama með framtíðina, við getum haft stefnu og hlakkað til en þegar allt er á botninn hvolft, eina sem við höfum er núið.

Sama hversu lítið þú lítur á það núna en allt sem við gerum núna hefur áhrif á framtíðina. Ef ekki núna, hvenær þá ?


Hér kemur eitt golden quote sem okkar maður Eckhart Tolle skrifaði.En vissulega er erfitt að hafa lifað sínu lífi mest megnis ekki í núinu að þá er fyrsta skrefið að æfa sig og sama þó það sé 1 mínúta á dag. Reyna vera oftar í meðvitund og vera hér og nú. Þegar þú keyrir heim úr vinnuni, þegar þú tannburstar þig eða þegar þú klæðir þig á morgnanna. Vertu hér og nú. Bara það að setja reminder í símann einu sinni á dag og minna sig á að vera hér en ekki ofhugsa framtíðina er fyrsta skrefið. Hugleiðsla hefur bjargað mér varðandi þetta og stundum þegar það er mikið að gera er hugleiðsla dagsins nokkrir meðvitaðir andardrættir. Við erum öll mennsk og eigum okkar daga og tímabil en bara það að reyna gera sitt besta er sigur.


Engin veit sína ævi fyrr en öll er og er þess vegna best að reyna sleppa því að semja hana áður en hún gerist.
Ég ætla leyfa okkar manni að eiga lokaorðin:

“Time isn’t precious at all, because it is an illusion. What you perceive as precious is not time but the one point that is out of time: the Now. That is precious indeed. The more you are focused on time—past and future—the more you miss the Now, the most precious thing there is.”

59 views0 comments