Search
  • Rakel Sigurdardottir

Þitt líf, ekki mitt - Mitt líf, ekki þitt.

Við erum öll með einhverja uppskrift í hausnum hvernig lífið á að vera, í hvernig röð, á hvernig hraða og með ákveðna útkomu. Stundum alveg ómeðvitað.


Grunnskóli -> Menntaskóli -> Háskóli -> Master.

6-16 ára 16-20 ára 20-23 ára 23-25 ára

Menntaskóli -> Vinna -> Iðnnám 17-18 ára 18-20 ára 21-25 ára

Menntaskóli -> Barneign -> Vinna -> Háskóli

16-22 ára 22 ára 22-36 ára 36-40 ára


Allt eru þetta ,,réttar leiðir og réttur tími,,

Það er hægt að teikna þetta upp á ALLSKONAR hátt og með önnur heiti og annan aldur.

Við erum öll vissulega með okkar mynd um hvernig hlutirnir ættu að vera og hvernig ,,rétt,, röð sé og hvað sé ,,réttur,, aldur. Svo erum við oft með vissa mynd af lífinu en í þeirri mynd kemur ekki fram allar þær hæðir og lægðir sem lífinu fylgir. Vegna þess að life happens og stundum þurfum við bara að vera sveigjanleg og tækla lífið út frá þeim spilum sem við fáum. Sum spilin voru mjög óvænt og jafnvel enginn fyrirvari. Mis góð og mis slæm. En við getum öll tæklað það.


Þess vegna er svo gott að einbeita sér af sjálfum sér en ekki vera í kappi við vini, fjölskyldu, jafnaldra eða hvað sem það nú er.


Svo búum við oft til staðreyndir í hausnum á okkur og trúum þeim.


*Það er allt of seint að fara í nám 42 ára.

*Kaupa sýna fyrstu eign 36 ára.. uu nei.

*Stofna fyrsta fyrirtækið sitt 53 ára, soldið seint í rassinn gripið.

*Vera tilbúinn í barneign um 34 ára, ég er síðust/astur í röðinni.

*Breyta um starfsferill og fara aftur í nám um 45 ára, er það ekki áhætta? * Flytja til útlanda með fjölskylduna, það segja allir að það sé best að búa á Íslandi ?


Svo auðvitað höfum við öll skoðanir á hinu og þessu. Skoðanir og ráð geta vissulega verið góð og oft á tíðum mjög mikilvæg en við verðum samt að taka ábyrgð sjálf. Það getur verið mjög krefjandi að fylgja hjartanu og hlusta á hvað er virkilega rétt fyrir mann og hvað maður virkilega vill þegar heimurinn og samfélagið eru með vissar útgáfur af normi og réttri leið á réttum tíma. Það er bara ekkert sem kallast norm eða rétt leið eða réttur tími.

Við erum svo rosalega mörg og rosalega fjölbreytt. Hvernig virkar þá að það eru bara til nokkur hólf sem allir eiga að passa í. Hvað með að búa til nýtt hólf og nýtt norm að fara sína eigin leið og vera maður sjálfur.


Ég held að árið 2020 hafi nú frekar mikið verið vel blaut tuska í andlitið á okkur til að minna okkur á hvað allt er og hefur alltaf verið mikil óvissa. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er.

*Afhverju ekki þá að fylgja hjartanu og stofna fyrirtæki, þú veist ekki hvernig það mun fara nema að kýla á það og ef allt fer á annan veg þá græddir þú lærdóm af ferlinu.

*Skelltu þér í námið sem þig dreymir um þó þú sért ekki viss hvað fjölskyldan segir því þau fóru öll í aðra átt. Hey þetta er þitt líf ekki þeirra. *Hættu í náminu ef þú finnur þig engan veginn í því þó að þú vitir að það gefi góð laun, það er sko fleira mikilvægara sem skiptir máli.

*Langar þig að ferðast um heiminn í 2 ár í stað þessa að kaupa íbúð, geggjað ! Íbúðirnar bíða. Jæja þið skiljið vonandi boðskapinn.


Það er ENGIN ein rétt leið

Það er ENGINN einn hraði á að gera hlutina

Það er ENGINN einn tími réttur til að gera hitt eða þetta frekar en annar tími


Fólk mun alltaf hafa skoðanir, mis sterkar og mis góðar. In the end ertu ábyrg/ur fyrir þér sjálfri/sjálfum.


Ég er mjög meðvituð um þetta og á það til sjálf að detta í þessa gryfju en ég reyni að rífa mig strax aftur upp og hlusta á hvað ég vil, ekki hvað samfélagið telur skynsamt eða rétt.


Þess vegna langar mig að hvetja þig til þess að pæla aðeins í þessu.
Mundu bara að það er aðeins til ein útgáfa af þér, svo farðu vel með hana og fylgdu hjartanu og gerði það sem þú vilt á þínum hraða þegar þú villt.


Já, meira var það ekki.


-Rakel


85 views0 comments

Recent Posts

See All

Núna