Search
  • Rakel Sigurdardottir

Þú ert ekki allra og verður það aldrei.

Akkurat þetta 👇


Bara svona smá áminning inní vikuna.


Mörg okkar fara í gegnum tímabil eða jafnvel lífið og erum við stöðugt að reyna þóknast öllum í kringum okkur. Foreldrum, vinum, yfirmanni, samfélaginu, nágrannanum .. name it. Ég kannast mjöööög vel við þetta og hef verið þarna alltaf og er meðvitað búin að vera vinna í því og verð áfram að vinna í því eða allavegana minna mig á. Þeir kalla þetta people pleaser. Mæli ekki með.


Vissulega er það scary að fara sína eigin leið og láta rödd sína heyrast en því fyrr sem við leyfum okkur það því auðveldara er þetta allt saman.


Bara ef maður pælir í þessu. Hversu rangt er það að lifa lífinu SÍNU til að þóknast öðrum sem eiga sitt eigið líf til að lifa á sinn eigin hátt.


Þú mátt vera nákvæmlega eins og þú ert núna sama hvað Gulla frænka segir eða Sússi nágranni, þau um það.Þessi mynd segir allt sem segja þarf.

Þetta er vissulega æfing og tekur tíma en mæli með að æfa þetta 🤩
37 views0 comments

Recent Posts

See All

Núna