Search
  • Rakel Sigurdardottir

Álit annara

Updated: Aug 5, 2020


Mig langar að tala um eitt sem er mjög mikilvægt en reynist okkur oft þrautinni þyngri.


Ég hef sjálf átt í erfiðleikum með þetta og oft á tíðum stjórnaðist margt í mínu lífi út frá áliti annara. Ég sagði annað en mig langaði að segja og ég tók ákvörðun sem var ekki í samræmi við það sem mig virkilega langaði eða taldi réttast vegna þess ég var hrædd um hvað öðrum myndi finnast.


Það koma dagar sem þessi rödd kemur upp í hugann:

- Er þetta skrítið eða asnalegt -Hvað ætli þeim finnist

-Ætli einhver sé sammála

-Kannski finnst engum þetta flott

- Þá gef ég mér tíma til að tengjast mér og reyni að hlusta á innsæið mitt og heyra í sjálfri mér, ekki í samfélaginu sem ég bý í eða fólkið sem er í kringum mig. Vissulega getur oft verið gott að fara eftir ráðum fólks og heyra mismunandi skoðanir. En þegar hræðsla um álit annara fer að stoppa þig í að taka fyrsta skrefið, breyta um skoðun, breyta um leið, prufa nýja hluti. Það er ekki gott og við verðum líka að læra hlusta á okkur sjálf, það getur verið krefjandi þegar heimurinn er mjög hávær eins og hann er í dag.


Við erum öll svo ólík að það er fáránlegt ef við færum öll sömu leiðina í sömu fötunum á sama mataræðinu með sömu skoðunina. Mottóið mitt hér er YOU DO YOU.


Svo er það bara staðreynd að við erum öll svo upptekin að pæla í okkur sjálfum að við höfum ekki tíma til í að pæla í öðrum.


Við höfum öll líklega lent í eitthverju atviki líkt og að við dettum á almannafæri eða við segjum eitthvað vitlaust. Tilfinningin sem blossar upp hjá manni, kemur ekki út frá því að næsti maður sá þig detta, hún kom vegna þess að tilfinningin var nú þegar til staðar og þessar aðstæður triggera þessa tilfinningu. Þess vegna þurfum við að sleppa takinu.


Mig langar að deila mynd sem mér finnst vera mögnuð. Hún er mjög einföld, hún hjálpar manni að sjá þetta mjög skýrt. Þetta er mynd sem ég sá í bók sem ég las eftir Rachel Hollis, ég mæli með að fylgjast með henni, hún er mögnuð. Næst þegar þú dettur í þær hugsanir að vera heltekin af áliti annara, kíktu á þessa mynd. - Rakel


151 views0 comments

Recent Posts

See All

Núna